HelixErfdavisir

Forsíða Erfðavísis EfnisyfirlitNafnaskráAtriðaorðaskráUm erfðavísinn og vefinn

 

Um erfðavísinn

Erfðavísir - inngangur að erfðafræði er íslensk þýðing á fræðsluefni um erfðafræði frá Dolan DNA Learning Center við Cold Spring Harbor rannsóknastofuna í Bandaríkjunum. Erfðavísinum er ætlað að skýra hugtök og kenningar erfðafræðinnar á einfaldan og skýran hátt.

Efnið er ætlað öllum aldurshópum, áhugasömum almenningi og nemendum á öllum skólastigum.

Áhersla er lögð á að rekja sögu erfðarannsókna og hvernig þekking á erfðafræði hefur tekið stöðugum framförum allt frá því að Mendel lagði grunninn að nútíma erfðafræði með rannsóknum sínum á garðertum um miðja nítjándu öldina. Kenningar í erfðafræði eru útskýrðar með umfjöllun um þá vísindamenn sem settu þær fram og tilraunir þeirra og niðurstöður eru útskýrðar á myndrænan hátt.

Frá útgáfu þessa fræðsluefnis á ensku á vef Dolan DNA Learning Center, hefur það hlotið fjölmörg verðlaun og tilnefningar. Það var m.a. valið besta fræðsluefnið um erfðafræði á netinu árið 2002 af MERLOT (Multimedia Educational Resource for Learning and Online Teaching) og ein af 50 bestu fræðslusíðunum á Netinu af Scientific American árið 2002. Síðurnar hafa verið þýddar á ítölsku, dönsku og kínversku og unnið er að þýðingu á þýsku, frönsku, portúgölsku og frönsku af ýmsum aðilum. Um íslensku þýðinguna sáu Ólafur E. Friðriksson og Eiríkur Sigurðsson.

Um Cold Spring Harbor

Markmið Dolan DNA Learning Center er að auka þekkingu almennings á erfðafræði með útgáfu fræðsluefnis á netinu, vísindasýningum, kennarafræðslu, vísindasumarbúðum og fleiru. Miðstöðin er rekin sem hluti Cold Spring Harbor rannsóknastofunum í New York í Bandaríkjunum þar sem löng og merk hefð er fyrir rannsóknum á sviði sameindalíffræði.

Frekar upplýsingar er að finna á vefsíðunum:
http://www.dnalc.org/ddnalc/about/
http://www.cshl.org/

Um Íslenska erfðagreiningu

Íslensk erfðagreining er leiðandi fyrirtæki á sviði mannerfðafræði. Starfsemi fyrirtækisins felst í að nota niðurstöður erfðarannsókna til að þróa og koma á markað nýjum lyfjum við algengum sjúkdómum.

Vísindamenn fyrirtækisins hafa einangrað fjölda erfðavísa sem eiga þátt í mörgum stærstu heilbrigðisvandamálum hins iðnvædda heims, allt frá hjarta- og æðasjúkdómum að krabbameini. Þekking á þessum erfðavísum hefur leitt af sér skilgreiningu lyfjamarka sem tengjast líffræðilegum orsökum fjölmargra algengra sjúkdóma.

Með útgáfu Erfðavísisins vill Íslensk erfðagreining auka möguleika almennings og skólafólks á að kynna sér sögu og kenningar erfðafræðinnar, og þar með undirstöður þeirrar rannsókna sem fyrirtækið hefur unnið að frá stofnun þess árið 1996.

Nánar er fjallað um starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar, á heimasíðu fyrirtækisins, www.decode.is.

Skilmálar:

Erfðavísirinn er höfundarréttarvarin eign Íslenskrar erfðagreiningar og/eða Cold Spring Harbor og má ekki afrita eða dreifa nema með leyfi rétthafa.

Vakni spurningar um Erfðavísinn er hægt að nálgast frekari upplýsingar í síma 570-1900.

Að öðru leyti gilda almennir skilmálar um vefsetur Íslenskrar erfðagreiningar um www.erfdavisir.is.

Efst á síðu


Dolan DNA Learning Center
Erfðavísir - inngangur að erfðafræði, er afrakstur samstarfs Íslenskrar erfðagreiningar og Dolan DNA Learning Center við Cold Spring Harbor í Bandaríkjunum um íslenska þýðingu á fræðsluefni um erfðafræði.
Íslensk erfðagreining