Erfðavísir
er fræðsluefni sem kynnir
erfðafræði og erfðafræðirannsóknir á einfaldan og skýran hátt.
Efnið er ætlað öllum aldurshópum og til kennslu á öllum skólastigum.
Þremur meginköflum sem sjá má hér til hægri er skipt í 41 kafla. Hver kafli hefst á yfirliti
yfir afmarkað viðfangsefni erfðafræðinnar og inniheldur myndskeið með nánari
kynningu á þeim vísindamönnum og tilraunum sem áttu stærstan þátt í að móta skilning
okkar á því.
Í hverjum kafla eru einnig verkefni sem lesendur geta spreytt sig á til að prófa þekkingu
sína og spurningar sem ætlað er að leiða lesendur til umhugsunar um ýmis atriði
sem tengjast efni kaflans.
Frumkvöðlar
erfðafræðinnar og niðurstöður þeirra sem skýrðu hvernig eiginleikar
erfast á milli kynslóða.
Kynning á erfðaefninu
DNAi og hvernig það geymir og flytur upplýsingar.
Hvernig
er erfðaupplýsingum komið fyrir í hverri frumu og hvernig er virkni
genanna stjórnað í tíma og rúmi?
Smellið á einhvern
hnappana hér að ofan til að byrja.
Ef þú sérð ekki hnappana hér að ofan, þarftu að ná í Flash spilara
frá Macromedia®.
Erfðavísir
- inngangur að erfðafræði, er afrakstur samstarfs Íslenskrar
erfðagreiningar og Dolan DNA Learning Center við Cold Spring
Harbor í Bandaríkjunum um íslenska þýðingu á fræðsluefni um
erfðafræði.